Kennarar

Kennarar á kjörsviðinu hafa mikla reynslu af leiklistarkennslu í leik, grunn og framhaldsskóla.

Dr. Rannveig Björk Þorkelsdóttir (rbth@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Háskóla Íslands árið 2003, M.A.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá sama skóla árið 2009 og M.A. prófi í hagnýtri menningarmiðlun frá sagnfræði- og heimspekideild árið 2012. Hún lauk doktorsprófi frá Kennaradeild Norska tækni- og vísindaháskólans, (NTNU) í Þrándheimi 2016 þar sem hún skrifaði um innleiðingu leiklistar í grunnskóla á Íslandi. Rannsóknarsvið Rannveigar tengist meðal annars listkennslu og leiklist. Rannveig er höfundur bókanna: Leikið með listina ( 2009/2021), Hljóðleikhúsið (2009/2021) og meðhöfundur Hagnýtrar Leiklistar (2009). HÆun er einnig meðhöfundur Leikjabókin, Leikir í listinni (2020) og Leikum af list (2021).

Jóna Guðrún Jónsdóttir (jonag@hi.is) er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk kennsluréttindanámi frá HÍ árið 2005 og meistaragráðu í kennslu listgreina 2020. Jóna Guðrún hefur um 20 ára kennslureynslu á öllum skólastigum. Hún hefur sérhæft sig í leiklistarkennslu og áhrifum leiklistar í tengslum við nám barna. Rannsóknarsvið hennar tengist meðal annars listkennslu, fjölmenningu og leiklist. Jóna Guðrún er meðhöfundur Leikjabókarinar, Leikir í listinni (2020) og Leikum af list (2021).