Leikhópurinn Leikum af list sérhæfir sig í gerð barnaleikrita með kennslufræðilegu ívafi (Theater In Education)

John O’Toole var líklega fyrstur til að greina leikhús sem kennslufræðilegt afl (1976) á kennslufræðilegan hátt. Þessu breska hugtaki er lýst af Jackson (1993) og öðrum í Learning through Theatre. Leikhús sem kennslufræðilegt afl er hugtak jafnt sem kennsluaðferð. Það samanstendur af undirbúinni sýningu (oft af atvinnuleikurum eða leiklistarnemendum) sem er studd af virkri þátttöku áhorfenda, oft í formi gagnvirkra leiklistarsmiðja. Leikarinn/kennarinn beitir þá margvíslegum aðferðum í leiklist. Sýningin getur t.d. byggst á skáldaðri sögu, sögulegu vandamáli eða vandamálum samtímans. Nicholson (2009) bendir á að leiklistarfræðingar hafi alltaf ráðist í róttækar tilraunir á leikhúsforminu. Það býður ungu fólki upp á „/…/ leiðir í sviðslistum sem gætu raskað inngróinni víxlverkun listar og hagnýtingar, fræðslu og skemmtunar, popúlisma og elítisma, ferlis og afurðar, virkni og óvirkni, þátttöku og áhorfs“ (Nicholson, 2009, bls. 80). Leikhúsið verður miðill til aðgerða, til íhugunar, en fyrst og fremst til umbreytinga – leikhús þar sem hægt er að kynnast nýjum tilveruleiðum og ímynda sér nýja möguleika fyrir mannkynið.

Leikarar eru:

Jóna Guðrún Jónsdóttir

Rannveig Björk Þorkelsdóttir