Leiksmiðjan, sköpun í stafrænum heimi
Leiksmiðja sköpun í stafrænum heimi, – er tilraunaverkefni sem hóf göngu sína haustið 2019. Markmiðið með Leiksmiðjunni – sköpun í stafrænum heimi var að skapa vettvang fyrir gagnvirka leiklist og var námskeiðinu ætlað að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka. Áhersla var á á stafræn sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða er hluti af verki. Ætlunin er að námskeiðið verði kennt árlega og starfandi kennara fái aðgang að því í gegnum endurmenntun. Vefurinn tengist námskeiðinu Leiksmiðjan og verður vefurinn aðalvettvang fyrir gagnvirka leiklist og tilraunir fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka. Gert er ráð fyrir að nemandi þekki og skilji: Helstu aðferðir og nálganir í leiklistarkennslu og listmiðlun þ.m.t. kvikmyndagerð og útvarpsleikhús. Geti notað stafræna tækni til að seja upp sýningu t.d. í gegnum vörpun, geti búið til leikrit sem hljóðmynd og lifandi leikhús (uppákoma) sem er streymt á facebook. Þá er gert ráð fyrir því að nemendur læri að setja efni inn á vef og að búa til leikrit sem er gagnvirkt þar sem nemandinn sem á horfir ræður för og framvindu verksins.
Kennsluleiðbeiningar
Námskeiðið er blanda af fræðilegum og verklega skapandi verkefnum. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist. Að auki fá nemendur þjálfun í notkun tækja- og tæknibúnaðar í stuttmynda- og kvikmyndagerð, útvarpsleikhúsi og samfélagsmiðlun með framtíð fagsins í huga. Námskeiðið á að vera lifandi leikhúsvettvangur og miðstöð tilrauna fyrir hvers kyns leiklist sem tengist netmiðlum allt frá lifandi uppákomum til tilbúinna mynd- og hljóðverka. Áhersla verður á stafræn sviðslistir þ.m.t. leiksýningar og hljóðverk þar sem tölvutækni er notuð til að miðla verki eða er hluti af verki.