Um námið

Markmið með kjörsviði í sviðslistum-leiklist er að stuðla að færni kennaranema í aðferðum leiklistar í kennslu barna í grunnskóla. Nemendur læra undirstöðuatriði í leiklist og leikrænni tjáningu með áherslu á skapandi nálganir í námi og kennslu. Mikið er lagt upp úr hagnýtum æfingum í aðferðum leiklistar og að nemendur styrki hæfni sína sem leiklistarkennarar.

Grunnskólakennsla með áherslu á list- og verkgreinar, B.Ed., 180 einingar – leiklist

Kennsla list- og verkgreina, M.Ed., 120 einingar – Kjörsvið: Leiklist eftir B.Ed.

Kennsla list- og verkgreina, MT, 120 einingar Kjörsvið: Leiklist eftir B.Ed.

Kennsla list- og verkgreina, MT, 120 einingar – Kjörsvið: Leiklist að loknu BA/BS prófi

Oddviti kjörsviðs: Rannveig Björk Þorkelsdóttir, rbth@hi.is