Um okkur

Vefurinn leikumaflist.com er ætlað að koma til móts við kennsluhætti á 21. öldinni með sköpun í huga.

Í síbreytilegu samfélagi reynir á margvíslega hæfni nemenda á sviði sköpunar og tækninotkunar. Þátttaka í atvinnulífi og samfélagi 21. aldar krefst aukinnar aðlögunarhæfni og sífelldrar endurnýjunar þekkingar í takt við öra framþróun. Stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geta eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við bæði hefðbundnar og óhefðbundnar aðferðir. Um leið fer fram valdefling nemenda þar sem ábyrgð, sköpun og gagnrýnin hugsun haldast í hendur. (Sjá Stefnu HÍ um gæði náms og kennslu).

Námið

Verkefnið á að skapa nýtt verklag við skipulagningu á notkun leiklistar/listkennslu í gegnum  stafræna miðlum. Í tengslum við námskeiðið Leiksmiðja – sköpun í stafrænum heimi var búin til gagnvirkur vefur sem heitir: leikumaflist.is. (https://leikumaflist.is). Það er ætlun mína að þróa leikumaflist.com í kennslu– og veffræðaumhverfi á sviði kennslu og rannsókna í leiklist og að vefurinn geti verið samansafn af verkum nemenda og kennara. Kjörsviðið leiklistin hefur því virkjað lénið leikumaflist.com

Kennarar

Rannveig Björk Þorkelsdóttir

Dr. Rannveig Björk Þorkelsdóttir (rbth@hi.is) er prófessor í leiklist við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Háskóla Íslands árið 2003, M.A.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá sama skóla árið 2009 og M.A. prófi í hagnýtri menningarmiðlun frá sagnfræði- og heimspekideild árið 2012. Hún lauk doktorsprófi frá Kennaradeild Norska tækni- og vísindaháskólans, (NTNU) í Þrándheimi 2016 þar sem hún skrifaði um innleiðingu leiklistar í grunnskóla á Íslandi. Rannsóknarsvið Rannveigar tengist meðal annars listkennslu og leiklist.

Jóna Guðrún Jónsdóttir

Jóna Guðrún Jónsdóttir (jonag@hi.is) er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk kennsluréttindanámi frá HÍ árið 2005 og meistaragráðu í kennslu listgreina 2020. Jóna Guðrún hefur um 20 ára kennslureynslu á öllum skólastigum. Hún hefur sérhæft sig í leiklistarkennslu og áhrifum leiklistar í tengslum við nám barna. Rannsóknarsvið hennar tengist meðal annars listkennslu, fjölmenningu og leiklist.